Breytum stjórnarskránni

Ég var hjá Jónínu Ingibjörgu um daginn og hún lét mig lesa stjórnarskrána enda eldheitur og meðvitaður stjórnmálaáhugamaður með ríka réttlætiskennd. Ég komst að því m.a. að ráðherrar þurfa ekki að vera alþingismenn (sbr. 51. gr). Við Jónína viljum berjast fyrir því að kveðið verði skýrar á um þetta í stjórnarskrá vorri, s.s. að ráðherrar eigi ekki og megi ekki að vera alþingismenn. Það veikir stoðir lýðræðisins þegar ráðherrar (framkvæmdavald) sem alþingismenn (löggjafarvald) geta t.d. sett sjálfum sér lög eins og nýleg dæmi sanna.

3 athugasemdir

  1. Ég var einusinni líka „látinn“ lesa stjórnarskrána. Segiði svo maður hafi ekki gert neitt gagnlegt í menntó?
    Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds er nýlega komið á listann yfir þau pólítísku mál sem ég nenni að láta mig varða svo nokkru nemi. Telur þá listinn nákvæmlega tvö mál. Í ljósi nýjustu tíðinda geri mér núna veikar, mjög veikar, vonir um að einhverntíman (vonandi eftir tvö kjörtímabil… minnst) að þarna verði skilið á milli. Ég er hinsvegar úrkula vonar um að fá að ég fái nokkurntíman að kaupa mér rauðvínflösku í íslenskri sjoppu á sunnudögum. 50% nýting væri nú samt ekki svo slæm…

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar