Á sunnudaginn röltum við í kringum Vífilsstaðavatn í sól og blíðu. Ísland er svo fallegt og maður þarf ekki að fara langt til að finna yndislega náttúru. Brynjar tók þessa mynd á lítilli trébrú, vatnið var ísilagt en gjálpaði gegnum glærar klakahellur undir brúnni.

Fallegt við Vífilsstaðavatn
Flott mynd. Gleymdir þú ekki húfunni heima hjá mér um helgina…..var þér ekki kalt á eyrunum ?
Það var húfan hans Brynjars, jú honum var frekar kalt…