Fortíðin eltir mann uppi

Flott spanjóla

Flott spanjóla

Svaka stemning

Svaka stemning

FJÓRTÁN ára gömul á útihátíð á Laugum, S-Þing. fyrir rúmlega þrjátíu árum. Mannakorn lék fyrir dansi í íþróttahöllinni sem er eins og braggi í baksýn. Þessar myndir fundust á Snjáldurskinnunni – án þess að maður hafi nokkuð um það að segja. Eins gott að þær eru innan velsæmismarka.

8 athugasemdir

  1. Hvað ætlarðu að segja við Ingu þegar hún heimtar að fá að fara ein á útihátíð?
    Ég á við, þú ert búin að opinbera hér ákveðin sönnunargögn sem unnt verður að nota gegn þér síðar!

  2. …..venjulega á útihátíðum er allt vaðandi í rusli á víð og dreif en ekki á þessum myndum, sést ekki einu sinni í Bitter-brennivínsflösku!!! Þetta er fyrirmyndar útihátíð samkvæmt myndum, alveg meinslausar fyrir Ingu 🙂

  3. Ég á virkilega krassandi myndi af okkur á þessari hátíð….en þær fá að hvíla í friði í mínu albúmi.
    Man að mannakorn spilaði Garún….nokkuð oft enda vinsælt þetta ágæta sumar

Skildu eftir svar við Gunna Hætta við svar