
Ástarbál og fleira
Á Seyðisfirði gerist margt í leynum og Jón Hallur Stefánsson hefur skrifað þennan fína krimma um það. Ég skemmti mér mjög vel við að lesa bókina, trúverðugar persónur og eðlileg samtöl, spennandi söguþráður og vel skrifað (nokkrar smávægilegar mál- og stafsetningarvillur). Hressandi sófalesning, spenna og drama.
Það er ekki oft sem farið er inn í hjónaherbergi til presthjóna í bókmenntum en Í bókinni er samförum séra Aðalsteins og Urðar konu hans lýst nokkuð ítarlega. Gaman að þessu!