
Útreyktir andspyrnurokkarar
Í gærkvöldi var síðasti Sommerþátturinn sýndur á Rúv. Ég var með táratauma niður á kinnar yfir örlögum persónanna og ekki síður út af æðislegu lokalaginu, sem er með Gasolin, danskri rokkgrúppu með Kim Larsen í fararbroddi sem ég hélt mikið upp á þegar ég var unglingur í Danmörku. Á Sommer-síðunni má hins vegar lesa að ný syrpa er í gangi og þar kemur m.a. fram að Milla verður ófrísk enda var kúlurassinn á Jakobi á fullu í það síðasta sem við sáum af honum. Þessir sjónvarpsþættir eru sammannlegir og sígildir, líkt og t.d. Matador, Album og Kroniken, einstaklega vel leiknir og vel gerðir eins og Dana er von og vísa. Maður getur nú alveg huggað sig við Önnu Pihl þar til nýja Sommer-syrpan kemur.
Gasolin var æði og er æði og gaman að heyra í þeim í gær. Þetta eru æðislegir þættir eins og dönum er nú sérstaklega lagið ! Meira norrænt sjónvarpsefni – burt með ameríska morð- og drápsþætti..
Það eru ekki margir sjónvarpsþættir sem fá eigin blaðsíðu í BA-ritgerðum í lögfræði.
Þú ert að sóa lífi þínu meðan þú ert ekki að horfa á Battlestar Galactica. Bestu bókmenntir í heimi!
Frábærir þættir. Verð að drífa mig á Sommer-síðuna!
Ég fæ Gasolin nostalgíu kast…….
Texti Gasolin: (skráð eftir minni frá 1977!! )
Jeg kom til verden på femte sal,
min far var tosset
min mor var normal
da de körte ham væk sagde mor til mig
hvad gör vi nu, lille du !!!!
Jeg gik i skole i mange år,
kom på fabrik
og fik mavessår,
men så en dag sparkede bossen mig ud,
hvad gör vi nu, lille du !!!!
var þetta ekki einhvern veginn svona ???