Handbók um hugarfar kúa

Skáldfræðisaga eftir Bergsvein Birgisson. Þetta er stórskemmtileg bók, vel skrifuð og hárbeitt, hugmyndafræðin sem hún boðar er íronísk  og ótrúlega sannfærandi í allri geðveikinni. Flott analýsa á sögu mannsins á jörðinni, trúarbrögðum, kapítalisma, neyslu og græðgi, Drengur, þú verður að lesa þessa!
„Ég sagði að niðurstaða mín væri í raun sáraeinföld, að því betur sem maður sökkti sér í rannsóknir á kúm, þeim mun skýrar skildist manni að maður var í rauninni að stúdera mannskepnuna. Ég sagðist halda það væru ósýnileg bönd á milli kúa og menningar. Var ekki nútímamanninum markaður þröngur bás líkt og kúnni? Hafði hann ekki misst sína góðu geislan og persónuleika líkt og sýnt hafði verið fram á með kýr sem gengu inni alla daga? Minnti ekki vöxtur hans meir og meir á útlínur hormónakúa? Urðu ekki nautgripasýningar og verðlaunaveitingar fyrir stærstu og fallegustu skepnurnar að veruleika á sama tíma og útvalningarkenning kristninnar fór að breiðast út eins og pest um alla Evrópu og Bandaríkin? Og urðu ekki fegurðarsamkeppnir að veruleika um hundrað árum síðar? Mátti ekki bráðum tala um mannrækt í sama skilningi og nautgriparækt? Og hvað um mjólkina? Hún var orðin þynnri sökum fóðurbætisins og hún var gerilsneydd. Var hér kannski um að ræða beina mynd af útþynningu mannlegrar hugsunar og raunverulegra efnisgæða, þar sem allir hefðu meira af því sem varð lélegra og lélegra… (110)

Hér eru nokkur þúsund hamborgarar

Hér eru nokkur þúsund hamborgarar

„…hin belgíska blákýr, ræktuð í Englandi, sem var rænd sínu náttúrulega mýóstatín-geni sem stöðvar vöðvavöxt eftir að vissu marki er náð. Ef kapítalíska kýrin snerist um lágan fóðurkostnað og hagkvæmni þá sýndi sú túrbókapítalíska hvernig afkastaaukningartrúin hafði valtað yfir hagkvæmnistrúna með sínum fóðurbæti, hormónum og genaíhræringum. Blákýrin hélt bara áfram að vaxa, langt út fyrir þau mörk náttúrunnar sem beinagrindin setti, hún var mynd af tímum sem teygðu mörkin æ meira og virtu lífið að sama skapi minna – jafnvel Grikkirnir hefðu grátið í sínum mussum hefðu þeir séð slíka misþyrmingu hlutfallajafnvægisins, þar sem útblásið rassgatið var í engu samræmi við  haus eða fætur skepnunnar. Nýjustu tölur sýndu að í þessu hormóna-uppblásna og riðandi finngálkni lá framtíð sífellt „afkastameiri“ kjötiðnaðar, kvartmilljón af sæðishólkum úr bláuxum var seld til Bretlands bara árið 2005. Framtíðin var þetta þunglynda kjötfjall rekið áfram með rafhundum og stuðkylfum…(205).

4 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s