Enn endurfundir

Ég er enn uppnumin eftir endurfundina og svo margt rifjast upp fyrir mér, t.d. Ritæfingar, reikningsbók eftir Elís Bjarna, Kalli handavinnukennari, Biggi Söng, Dagsins besta melódí, blár leikfimibolur og heimalærdómur og kakó hjá Helgu Gunnlaugs.  Hér má sjá nokkra bekkjafélaga í keiluspili, f.v. Ásdís  er rosa flott í bleikum bol, Þorsteinn (barnaskóla-flamminn) situr og glottir við tönn, Helgi Bergþórs var að koma í fyrsta sinn og þekkti mig ekki fyrst, Tumma var snarbrött að vanda, fremstir sitja þeir Valdi Ö og Bjarni Ármanns, báðir snillingar. Þorsteinn og Helgi eru ekki á bekkjarmyndinni, Helgi sagðist hafa skrópað einu sinni og það var þegar bekkjarmyndin var tekin en Þorsteinnn hefur engar skýringar gefið á fjarveru sinni. Kannski þurfti hann að skila þvagprufu.

 

F.v. er Ásgeir Ásgeirsson, keilusnillingur og kvennaljómi, Hafdís Ólafs sem tók miklu framförum í keilunni, Bjögga sem rúllaði þessu upp og Sigga Jóhanns sem stóð alveg við yfirlýsingarnar um leikni sína í íþróttinni. Þessar fögru konur má allar sjá á bekkjarmyndinni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s