Kvöldverður á Hereford

Afmælisbörnin fóru á Hereford í gærkvöldi til að gera sér dagamun. Þar er tilboð í gangi í október, humar í skel, önd orange og marengsturn á 5.990. Humarinn var aðeins of mikið eldaður (fjórir litlir halar), öndin var ekkert spes, sósan var ágæt, grænmetið óspennandi en fandant-kartaflan mjög góð. Desertinn var svona la la. Jindalee rauðvínið var hins vegar mjög gott (Merlot). Við getum ekki mælt með þessu tilboði hjá Hereford, því miður. Það vantaði alla alúð í þetta. Þjónninn stóð sig vel, staðurinn var troðfullur af túristum.

2 athugasemdir

Skildu eftir svar við Drengur Hætta við svar