Hrísgrjónagrautur

Í kvöld er hnausþykkur hrísgrjónagrautur á borðum, með rúsínum og kanel, ásamt digrum blóðmörskepp. Galdurinn við góðan graut er að láta hrísgrjónin (nota grautargrjón, ekki venjuleg hrísgrjón og alls ekki eitthvað basmati – jasmín eða neitt slíkt)  liggja í vatni í amk 1-2 klst áður en grauturinn er soðinn. Sjóða svo hægt og lengi, hræra oft og ekki spara mjólkina. Alls ekki fara eftir uppskrift Helgu Sig (1991:36) sem reiknar sér í mesta lagi hálftíma í verkið. Mikla þolinmæði og alúð þarf í þennan rétt sem ég er nú alls ekki viss um að sé sérlega hollur en hann er ódýr, bragðgóður og saðsamur.

8 athugasemdir

  1. .. það er ótrúlega tímafrekt að elda hrísgrjónagraut sem er ótrúlega vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Þetta var uppáhaldsmaturinn minn lengi vel. Í dag tek ég þau grjón sem hendi eru næst og set í sérstakan hrísgrjónapott – læt hann um að sjóða og kem hvergi nærri fyrr en græna ljósið logar. Þá skelli ég grjónunum í venjulegan pott helli vel af mjólk og læt suðuna koma upp, helli þá meiri mjólk og bíð eftir suðunni og ef vel liggur á mér skelli ég einni gusu enn og læt suðuna koma upp – hræri vel á meðan. Þetta tekur um 15 mín og aðrar 15 fara í hrísgrjónapottinn en þær nýti ég til þess að lakka neglur, strauja, klippa táneglur drengja, hlusta á lestur og leiðbeini við lærdóm. Svo 1/2 tími er kannski bara málið í grjónagrautinn!!!!

  2. Það má alveg nota River Rice en svo eru til voða fín grautargrjón sem eru ætluð í rice pudding, man ekki hvað þau heita en þau fást í Krónunni og víðar. Þau eru rúnnuð og mjúk undir tönn.

  3. Já, það er aldeilisalveghreint harðbannað að flýta sér með mjólkurgrautinn! Hér í útlandinu hef ég leiðst út í að nota ýmist ‘pudding rice’ eða ‘risotto rice’, sem hafa gefið góða raun, en amma notar ævinlega River Rice, svo þau teljast réttust, í mínum kokkabókum. Ég stend yfir grautarpottinum í allavega hálfa aðra klukkustund, bæti örlítilli mjólk í einu og hræri vel og vandlega nærri allan tímann. Gott þykir mér líka að bæta svolítilli smjörklípu út í skömmu áður en grauturin er tilbúinn, á undan saltinu og sykrinum.

  4. tja hérna, – ég nota afgangsgrjón úr ískápnum, hita þau í mjólk ásamt rúsínum, salta og tilbúið !!!! 5-10 mín 🙂 klárast alltaf !!!

  5. Rakst á þetta fyrst núna, en gamt samt ekki stillt mig um að kommenta 🙂
    Lærði hjá stjúpu minni fyrir nokkrum árum síðan að ef maður á kaffikvörn, þá getur maður mulið grjónin í gróft mjöl í kvörninni og stytt þar af leiðandi eldunartíma grjónagrautsins um helming. Svo verður hann svo fallegur og silkimjúkur að það er algjör unun að borða hann 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s