Brennuvargarnir

Ég  fór á Brennuvargana eftir Max Frisch (1911-1991) í Þjóðleikhúsinu. Skemmtilegt leikrit sem er fullt af ádeilu og á boðskapurinn vel við nú eftir hrunið. „Ég treysti þessum mönnum, hvernig átti mér að detta í hug að þetta væru brennuvargar?“ Allir leikarar stóðu sig með stakri prýði, Ólafía Hrönn átti sviðið þegar hún datt í uppklappinu og gerði það mjög fagmannlega. Sviðsmyndin var flott, það var helst kórinn sem ég átti erfitt með að samþykkja, alltaf að tyggja ofan í mann það sem var augljóst. Þýðing Bjarna Jónssonar var ágæt þótt mér finnist alltaf tilgerðarlegt og ótrúverðugt þegar leikarar í góðum fíling eru látnir segja „hvað áttu við?“ eða „það var allt og sumt…“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s