Leðurblökur á rúv

Hvar nema á RÚV getur maður  horft á fræðsluþátt með frönsku tali um leðurblökur og læknavísindi? Bergmálstækni leðurblakna getur nýst blindu fólki og fært þeim „sýn“ og efni í munnvatni blóðsuguleðurblakna kemur í veg fyrir storknun blóðs. Úr því má vinna lyf fyrir sjúklinga sem eiga á hættu að fá heilablóðfall eða draga verulega úr afleiðingum þess. Svo eru leðurblökur langlífastar allra dýra miðað við stærð og hafa eitthvert undra DNA sem etv er hægt að nýta gegn öldrun og  krabbameini. Allt er þetta stórfróðlegt. En kannski hefði ég átt að eyða kvöldinu í annað?

1 athugasemd

  1. hef alltaf verið skíthrædd við leðurblökur og finnst þær ljótustu og ógeðlegustu dýr í heimi að frá töldum kakkalökkum 😦 en ég sat og prjónaði og hlustaði á frönskuna 🙂

Skildu eftir svar við Gunna Hætta við svar