Í gær rigndi ösku yfir okkur og mældist langt yfir öllum skráðum og leyfilegum heilbrigðismörkum. Þetta var bara þunnt lag, ekkert á við það sem Sunnlendingar hafa mátt þola síðustu vikur. Askenasí brá sér á svalirnar og smúlaði þær með garðslöngu svo Öskubuska gæti sest út í sólbað með te og bók. Þá hefur verið settur upp hitamælir á stofuglugga og sýndi hann 24 gráður síðdegis. Á næstu dögum verða birtar myndir hér af framgangi og upprisu svalaveggsins langþráða en smíði hans hefst í vikunni þar sem okkur hefur borist liðsauki. Fylgist með frá byrjun!
Þú hefur að sjálfsögðu verið að lesa Ösku eftir Yrsu, ekki satt?
ég fylgist með………og byrjiði nú !!!!
Ég fylgist með!