Dýrin í Saigon

Var að ljúka við Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson. Þetta er eins konar ferðasaga, sjálfsvævisöguleg og heimspekileg, um Íslending í framandi umhverfi og menningu, hann kynnist sjálfum sér fyrst og fremst en líka innfæddum, bæði ræstingakonum og skóbursturum, og sér nýjar hliðar á lífinu. Hann kann ekki orð í víetnömsku og þeir sem hann kynnist tala varla orð í ensku svo samskiptin verða að fara fram eftir öðrum leiðum. Inn á milli eru súrrealískir kaflar um vitur og talandi dýr sem tengjast  persónum sögunnar, auk bréfa til látinnar móður. Flottar pælingar um tungumálið, ástina, lífið, listina og þjóðernið. Það er hvöss ádeila í pælingum um íslenskt þjóðerni og hið svokallaða þjóðarstolt. Hvað er það? Hvað þykjumst við vera? Erum við ekki bara vestrænir umhverfissóðar, gráðugir úlfar og merkikerti? Mig hefur alltaf langað að fara til Víetnam og vera þar í nokkra mánuði til að kynnast landi, þjóð og tungu. Ég verð þar í ellinni.

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s