Brauðgerð

Mér gengur þrusuvel að halda mig við breytt mataræði, þ.e. enga mjólk, engan sykur og ekkert hvítt hveiti. Hef t.d. bakað bæði möffins og vöfflur án sykurs og smjörlíkis. Nota bara spelt, vínsteinslyftiduft, vínberjakjarnaolíu og agavesýróp. Og þrisvar hef ég bakað mitt eigið brauð síðustu daga sem telst mikið afrek þar sem ég hef ekki komið nálægt brauðbakstri frá því ég bjó á Þórshöfn í gamla daga en þá var það neyðin sem rak mig til þess, brauðið kom úr Kristjánsbakaríi á Akureyri  í Kaupfélag Langnesinga a.m.k. 2-3ja daga gamalt. Það er ótrúlega einfalt að baka úr vínsteinslyftidufti, ekkert heferí og vesen. Deigið hjá mér hefur reyndar verið soldið blautt og brauðið klesst en afar bragðgott  og ég er að vinna í úrbótum. Og ég er búin að komast að því að smá kókosmjöl og hálf rifin gulrót gera kraftaverk í brauðgerð.

6 athugasemdir

  1. hafragrjón létta líka brauðið – gefur því meira loft og þá verður það ekki eins klesst – ein lúka ætti að duga.
    Virðingarfyllst
    Húsmóðir í Hafnarfirði

  2. tek undir með systur haframjöl er mjög gott í brauð. Ég baka mikið úr spelti og vínsteinslyfitdufti, pensla svo brauðið með AB-mjólk og strái fræjum (sesam/haframjöli/hörfræ, sólblómafræ…) að eigin ósk yfir, svona uppá lúkkið!

  3. Djöfull eru þið myndarlegar systur!
    Langar mest að taka mér orð Gullu í munn er hún æddi inn á fatamarkaðinn í Þórsveri í gamla daga!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s