Það er rosalega gaman í vinnunni þessa dagana. Stundatöflubreytingar standa yfir og þá koma nemendur í hópum með margvísleg erindi og það er svo gaman. En annað hvort er ég farin að gamlast og farin að heyra illa eða unga fólkið farið að tala svo hratt og þvoglulega að ég skil ekki neitt. Bæði Haugringi, Manushreyr og Siujónaddni þurftu að segja nafnið sitt nokkrum sinnum áður en ég náði því.
ha ha ha ha
muh hahahahaha
En Berglaug Petra Þórdísardóttir hefur væntanlega borið af í öllu sínu atgervi?
Já það gerði hún svo sannarlega. Afar vel að sér til munns og handa.