Samhliða hollu mataræði hef ég tekið upp á því að hreyfa mig meira en engin markviss hreyfing eða þjálfun hefur verið í gangi hjá mér síðan í vor. Ég er nú farin að skokka/jogga einu sinni í viku. Þrjá sl. miðvikudaga höfum við hist nokkrar kellur í vinnunni og skokkað okkur til heilsubótar, á hægum og jöfnum hraða. Fyrstu tvö skiptin hlupum við 3 km með erfiðismunum og síðast urðu þeir rúmlega fjórir. Það er erfitt að hafa sig af stað en frábært þegar maður er búinn. Síðast var ein okkar með rosalega græju sem mældi km, tíma, hraða og kaloríur. Verður maður ekki að eiga svoleiðis…?
Jú klárlega! Mig hefur alltaf langað í svoleiðis sjálfum (ekki nenni ég að skokka, en gaman væri að vita hvað maður gengur mikið og einnig hvað maður gengur EKKI). Kostar þetta kannski formúgu?
algjörleg mig sjálfa langar í svona græju þá færi ég kannski að skokka – get ekki byrjað fyrr…..
Spyrjiði Skúla frænda ykkar hvort þetta sé ekki nauðsynleg græja..
langar geðveikt í svona…..sama hvað Skúli frændi segir….