Til að gera „hollar“ smákökur er þjóðráð að nota spelt i staðinn fyrir hveiti, hrásykur í staðinn fyrir sykur, vínsteinslyftiduft, og smjör eða kókosolíu í staðinn fyrir smjörlíki. Nota svo 70% súkkulaði og duglega af hnetum og möndlum, döðlum og rúsínum, hafragrjónum og kókosi. Kökurnar verða mýkri og geymast e.t.v. ekki eins lengi en hver er að geyma smákökur inn í eilífðina? Tvær sortir úr kökubók Jóa Fel lágu kylliflatar í kvöld: döðluspes og konfektsmákökur.
Nei hættu nú alveg. Hollar smákökur? Í Star Trek var sonic shower svo þú þyrftir ekki að blotna.
Svona er allt orðið nú til dags, bjórlíki í glerlíki, léttreykt hangikjöt með dietmalti og aspartam-ís á eftir. Komdu bara í heimsókn og bragðaðu á þessum hollu smákökum en það verður að vera fjótlega því þær eru gríðarlega vinsælar.
Já það er satt, hrásykur, smjör og spelt eru alveg að virka í smákökurnar 🙂