Ég var að baka smákökur úr Kökubók Jóa Fel og meðan ég horfði á þáttinn hans í sjónvarpinu í kvöld (aftur, hann var endursýndur) brunnu kökurnar á síðustu plötunni við. Greiniega of mikið af Jóa í einu eða svona heitt á milli okkar.
Ég var að baka smákökur úr Kökubók Jóa Fel og meðan ég horfði á þáttinn hans í sjónvarpinu í kvöld (aftur, hann var endursýndur) brunnu kökurnar á síðustu plötunni við. Greiniega of mikið af Jóa í einu eða svona heitt á milli okkar.
Já…Jói upphandleggur, hefur þú tekið eftir því að hann felur sig bakvið eldhúsbekkinn það er vegna þess að hann nennir ekki að æfa neitt nema upphandleggina og er harla rýr neðan mittis ( þetta má misskilja og skilja á ýmsa vegu) Svo er eins og börnin hafi tattúað á honum handlegginn meðan hann svaf, annan eins hrærigraut hef ég varla séð. Hann ætti bara að hafa uppskrift af jólaköku á handleggnum, þá gætu virðulegar húsmæður klipið örlítið í hann meðan þær skrifuður niður uppskriftina …hvað eru þetta 200 gr hveiti…sé þetta ekki allveg nógu vel. Nei má ekki láta svona, horfi oft á Jóa og hef gaman af, sérstaklega þegar hann bakar en það gerist of sjaldan hann er svo upptekinn af kjöti.
Hann er heitur!