Lauk við bókina á einum degi og naut hverrar mínútu. Hún er afar vel stíluð þótt nokkurra endurtekninga gæti í orðfæri. Óþarfi er td að nota orðið „sladda“ margsinnis þótt það sé gott orð. Þetta er ástarsaga, „sluprug“ af erótík. Ást manns og konu, ástin á landinu, sveitinni, skepnunum. Svo er hún myndskreytt fallega. Minnir mig á öll gömlu bréfin sem send voru milli sókna og landshluta fyrr á öldum og bíða þess í bókhlöðunni að verða lesin. Rithöfundarferill Bergsveins Birgissonar er orðinn glæsilegur, þrjár mjög góðar bækur, hann er á réttri hillu.
Já frábær bók og það er eitthvað krúttlegt við hvernig hann skrifar bréfið:-) skemmtileg lesning.