Hressar brúðarmeyjar

Ég fór á Brúðarmeyjarnar (Bridesmaids) í gær. Þetta er mjög fyndin mynd, sem dettur ekki í neina ameríska brúðkaupsvæmni. Samt eru klisjurnar allar mættar: trúlofunarveislan, feita, graða, saklausa og ríka brúðarmærin og sú klaufska sem Kristen Wiig leikur snilldarlega, Húmorinn er langt frá því að vera væminn og margar senurnar eru alveg óborganlegar og groddalega fyndnar. Stelpur, drífið ykkur í  bíó!

2 athugasemdir

    1. Ég verð mjög hissa ef þú skemmtir þér ekki vel á þessari mynd, hún er algjörlega fyrir svona glaðsinna drengi eins og þig.

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar