Í dag skokkaði ég í kringum Elliðavatn með Brynjari, Heiðari og Signe. Það er nákvæmlega 8,6 km langur hringur. Veðrið var yndislegt, hlýtt og milt. Ég hélt að þetta yrði alltof löng vegalengd fyrir mig og að ég þyrfti að ganga helminginn af leiðinni þar sem ég hef verið löt að trimma undanfarið og yfirleitt látið 3-5 km duga á viku… En það var ekki nándar nærri eins erfitt og ég hélt. Og ég var ekki síðust!