Í Grásteinsholti

Heimsókn til Gunnu og Halla er alltaf ánægjuleg, heilmikið hægt að hjálpa til í húsinu sem þau eru að byggja, höfðinglegar móttökur og skemmtileg samvera í sveitinni. Arwen nýtur frelsisins, skottast úti allan daginn, snuðrar og hnusar, hrellir köttinn og leggst í sólbað. Boðið var til veglegrar veislu í borðstofunni að loknu dagsverki og á meðfylgjandi mynd má sjá að engan bilbug er að finna á þeim hjónum (bilbugur er sveigja á fylkingu, undanhald eða undanlátssemi, hik eða ótti, t.d. í bardaga  (sbr. Mergur málsins,  Jón G. Friðjónsson:63).

Ein athugasemd

  1. Yndislegt að fá ykkur og ekki síður dugnaður í ykkur að koma og hjálpa til. Enda gekk þetta frábærlega allt saman og allt stefnir í stofu og borðstofu á næstu dögum:-) kærar þakkir fyrir hjálpina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s