Gömul mynd

Þessi mynd (1966) úr albúminu á Borgarfelli er margfræg. Þarna erum við Soffía, bestu frænkur og vinkonur, en það vorum við ekki þegar myndin var tekin. Soffía er stærri og eldri en ég og var þess vegna látin passa mig þegar ég var í heimsókn á Þórshöfn. Eins og sést á svipnum á Soffíu er hún ákveðin í að losna við þessa stelpurófu strax á næsta horni. Hún ætlar ekki að dragnast með hana stundinni lengur. Hún hefur ýmis hrekkjabrögð í hyggju ef draugasögurnar duga ekki sem hún sagði mér kvöldið áður. En þá gat ég bara hlaupið skælandi heim og klagað í Vilborgu eða „Díöddu“ sem hugguðu mig alltaf og hresstu.

3 athugasemdir

  1. þetta er dámsamleg mynd ! og þarna var ég ótrúlega hávaxin 4 ára eða þú lágvaxin.. þú veist að þú er bara árinu yngrí 🙂 já mannstu enn eftir kvikindinu sem var niðri í brunni á Helgafelli systur mínar vour búnar að hræða mig í mörg ár á því ég varð svo að koma sögunni áfram .. (þessi djúpi brunnur var rétt við endann á kojunni okkar Þuru !) skúrarnir á bak við – voru þeir ekki við hliðina á bílaverkstæðinu þeirra Borgarfellsfeðga ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s