Í Fréttablaðinu í dag er verið að tala um kjötskort á Íslandi. Hvað er nú það? Ef það er ekki til kjöt í búðinni þá fæ ég mér bara fisk eða brauð eða eitthvað annað. Það þarf ekki kjöt frá útlöndum mín vegna. Og svo vilja innlendir kjúklingaframleiðendur fá að setja jafnmikið vatn og sykur í vöruna sína eins og er í innfluttu kjúklingakjöti (allt að 20%), eins og fram kom í sömu blaðagrein. Allt snýst þetta jú um að slíta peninginn af kúnnanum. En er ekki meiri kjötskortur í Afríku þessa dagana?
Það mætti halda að hungursneið blasi við!!
Já hér er mikill skortur og hallæri.