Gestakomur í Sauðlauksdal

Lauk við Gestakomur í Sauðlauksdal. Ég varð frekar svekkt því ég batt miklar vonir við bókina en ég náði engu sambandi við  hana. Mál og stíll tyrfið án þess að vera skemmtilegt eða sérlega fallegt eða nógu 18. aldarlegt, jafnvel tilgerð á köflum. Óttaleg langloka, lítil tilþrif, vantaði alveg fúttið í hana. Frábær hugmynd, magnaður efniviður, stórkostlegur sögutími en úrvinnslan var ekki spennandi. Sofnaði margsinnis ofan í bókina. En líklega verð ég samt að lesa hana aftur, gefa henni annan sjens sem einlægur og yfirlýstur 18. aldar aðdáandi.Kannski fór snilldin fram hjá mér í svefndrunganum.

Ein athugasemd

  1. er það lesa þetta núna og er sammála þér, ég þarf að lesa hægt því ég skil stundum ekki setningarnar, mjög tyrfið og stirt allt saman, – og all um þessa kartöflu….. (er á bls 26)….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s