Broen, gæðastöff

Þá er það Broen í kvöld á rúv, náttföt, popp og teppi. Þetta eru spennandi sakamálaþættir og ekki spillir að fá bæði að heyra bæði dönsku og sænsku í sömu andránni. Saga Norén er sænsk hörkukerling, skipulögð, sérvitur og hugmyndarík ofurlögga með Asbergereinkenni sem þvælist ekki sérlega mikið fyrir henni og  er henni stundum verulega til framdrátttar í rannsóknum á flóknum morðmálum. Martin Rohde er kammó Dani sem vill fá sér öl og spjalla og kemst þannig að ýmsu gagnlegu en lendir líka í tómu veseni. Leikarar standa sig með prýði og spennusagan er vel upp byggð. Hringurinn þrengist um morðingjann og líka um Norén og Rohde sem þurfa að taka til í einkalífinu. Aukapersónur eins og hinn dularfulli seventísgaur Stefan Lindgren og ríka tæfan með hárkolluna, fjölskyldudrama Rohdes, ris og fall blaðamannsins hrokafulla og útsmoginn raðmorðingi með pólitískan boðskap gera þetta svo allt bæði spennandi og skemmtilegt. Og best er hvað þau eru krúttlega viðvaningsleg. Hver æðir vopnlaus með pínulítið vasaljós inn í yfirgefna vöruskemmu þar sem raðmorðingi er talinn liggja í leyni?

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s