Sl. laugardagskvöld var vetrarfagnaður Átthagafélags Þórshafnar haldinn hátíðlegur í 20. sinn (sláturhúsballið). Þá hittast brottfluttir og búsettir og „gera sér glatt undir hjalla“. Þar var margt um manninn að vanda, miklir fagnaðarfundir og gamlar og góðar minningar rifjaðar upp úr plássinu, þarna hittust aldnar frænkur og gamlir sjensar og vinir og góðar vinkonur frá fornu fari. Í upphafi kvöldsins var sýning með gömlum myndum af bráðmyndarlegum Þórshafnarbúum, síðan var haldin áróðursþrungin hátíðarræða þar sem saga félagsins var rakin, fluttur þrælfyndinn og pínlegur pistill með helstu tíðindum frá Þórshöfn og nokkrum frægum rassbögum svo var veglegt happdrætti. Dýrindis veislumatur með indverskum keim og ball á eftir með Bríeti og bandalaginu sem ég mæli með sem stuðgrúppu fyrir flesta aldurshópa. Þetta er alveg ómissandi viðburður í byrjun vetrar og ég er strax farin að hlakka til næsta móts. Gaman var að hitta t.d. Laugu, Öllu og Evu, Dreng og marga fleiri snillinga frá Langanesi. Hjálögð mynd birtist á facebook og vonandi sést á henni hvað mér þykir vænt um Sibbu en við vorum bestu vinkonur í mörg ár. Að öllum ólöstuðum er það hún og Gummi Gestur sem ég hlakka alltaf mest til að hitta.
Þetta var sannarlega gaman, ég ekki komið í 10 ár eða meira…….já alltaf gaman að hitta Sibbu yndislegu….en hvar voru mínir sjensar??? hm…………………….
Við erum nú jafnflottar og í gamla daga, ekkert breyst.
Höfum eiginlega frekar fríkkað bara. Alveg merkilegt.