Geðröskun í Hollywood

Ég fór á forsýningu á Silver Linings Playbook, rómantískri gamanmynd um tvo einstaklinga sem eru tæpir á geði og mætast í myrkrinu. Pat (Bradley Cooper) er í vondum málum, útskrifaður af geðveikrahæli og nýskilinn í nálgunarbanni þegar hann hittir Tiffany (Jennifer Lawrence) sem er léttgeggjuð en tekur hann til bæna. Í fyrri hlutanum er ágæt innsýn gefin inn í veikindi, hugarheim og aðstæður Pats en svo tekur rómantíkin öll völd. Myndin er í heild krúttleg og fyndin, hér er ekki fengist við geðraskanir á djúpan, afhjúpandi eða fræðilegan hátt og hvorki verið að reyna það né gefa sig út fyrir það, heldur skautar hún á yfirborðinu og gerir gott úr öllu, smyr bara allt með sætum glassúr. Sem er í lagi í þessu tilfelli, því þetta er fallegt fólk, skemmtileg átök, flott myndataka og farsæll endir. Robert DeNiro er frábær sem snarklikkaður pabbi með létta þráhyggju og meðvirka mamman (Jacki Weaver) er líka snilld, íbúðin þeirra er alveg dásamlega  „tacky“.  Þetta var góð skemmtun, ef maður hefur húmor fyrir alvörunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s