Kantata

Kantata eftir Kristínu Marju Baldursdóttur fjallar um gömul leyndarmál og glansmynd úr fjölskyldualbúminu. Nanna og Gylfi hótelstjóri eru sæt hjón sem ættingjarnir hafa gaman af að heimsækja og einkadóttirin er augasteinninn þeirra, Finnur, bróðir Gylfa, er sérvitringur sem hýsir ungan frænda sinn og hundinn hans, hlustar á sígilda tónlist og virðist næs náungi. Hjálmar er sonur bróður Finns og Gylfa (ef ég skildi þetta rétt), leikari með fortíð og situr uppi með móður sína, snobbaða og afskiptasama en svo vill til að hún er skemmtilegasta persónan í bókinni. Þegar útlenskur ljósmyndari birtist með elskulegheit, framandi siði og furðulega ljósmynd, fer allt á annan endann í öllum litlu fjölskyldunum, ýmislegt er óuppgert og gríman gliðnar. Í ljós kemur að í fallega og vel ræktaða garðinum hennar Nönnu leynast óféti, að sumir elska suma á laun, að hótelbókhaldið er býsna götótt, að einkadóttirin hatar foreldra sína, að náttúran er ekki öll þar sem hún er séð. Allt gerist hægt í sögunni, ein persóna stíga fram í stutta stund, hverfur svo af sviðinu með sögu sína, tilfinningar og vandamál, og önnur fær orðið. Þetta eru vel skapaðar persónur og trúverðugar, þær tilheyra íslenskri miðstétt sem hefur komið sér vel fyrir, vinnur mikið en nýtur líka lífsins í matarboðum og veiðiferðum. Loksins undir lokin kemur skrið á söguna og uppgjörið ætti að vera framundan. En allt í einu er sagan búin og lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti, veit ekki einu sinni afdrif persóna í lífshættu. Samt er þetta ekki hluti af þríleik eða framhaldssaga. Kristín Marja lætur lesendum eftir að botna söguna. Það finnst mér ekki sanngjarnt, alltof margir endar eru lausir og stefnan óljós. Og kantötupælinguna fatta ég ekki, er lífið eða sagan eins og tónverk sem hefst í jafnvægi en svo fer allt á fleygiferð? Það er nú doldið banalt. Af hverju hafa svo margar bækur Kristínar Marju upphafsstafinn K?! Ég hefði viljað sjá meiri tilþrif, dýpri pælingar og jafnvel betri stíl. Aðeins meiri ögrun, þetta er alltof þægileg lesning.

2 athugasemdir

  1. Ég er spennt að heyra hvað þér finnst um hana. Bókin er fáguð og öguð og snyrt en ég hefði viljað hafa meira fjör.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s