Blakkát

blakkat-430x600Blakkát er stykki sem fjallar um áfengisbölið, sjálfsblekkinguna, bömmerinn, fíknina og flóttann, allt á góðlátlegan hátt, alveg séríslenskan og léttkaldhæðinn. Grátbroslegt leikrit þótt handritið hefði þurft að skerpa aðeins, brýna það og hvessa svo það skeri nógu mikið í hjartað því hér er alvörumál á ferð þótt verkið sé oft þrælfyndið. Leikararnir standa sig vel, Björk Jakobs er sjarmatröll og hörkuleikkona en alltof falleg og fyndin til að hægt sé að trúa því að hún sé djúpt sokkin í eymdina. Þjónarnir eru flottir, líkið leikur stórvel. Brandarnir soldið fyrirsjáanlegir og áhorfendum ekki treyst almennilega fyrir því að skilja stykkið sem er alltaf bagalegt. Myndir úr gemsanum hennar Bokku sem sýndar eru á tjaldi bæta heilmiklu við leikritið og fylla smátt og smátt í óminnið. Blakkát er býsna skemmtilegt og vel þess virði að eyða kvöldstund í Hafnarfjarðarleikhúsinu, lítil rauðvínsflaska í hléinu kostar 1000 kall.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s