Jólaaðventuboðið, sem nú er komin hefð á, lukkaðist vel þrátt fyrir heilsubrest húsmóðurinnar. Boðið var upp á jólaglögg, skinku og hamborgarhrygg og meðlæti. Á matarborðið bættist laufabrauð, tómata- og mozzarellapinnar, tortillur, gæsabringa með rauðkáli, ostur, sulta og hrökkkex, skyrterta og dajmdesert. Svo enginn fór svangur heim. Pakkaleikurinn fór vel fram en um tíma var hann tvísýnn. Samræður voru líflegar og vitrænar. Fram kom m.a. að hundar eru einstaklega gáfuð dýr, hjúkrunarfræðingar fá um 200 þúsund útborgað á mánuði, með aukavöktum og vaktaálagi, og að íslenska þjóðin greiddi á dögunum risastórt lán sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tók á sínum tíma. Svona lán eru kölluð „barnalán“. Einnig kom fram að líf einhentra er ekkert spaug, eða hvað? Takk elskulega frændfólk og makar, systur og mágar, fyrir samveruna, það er svo gaman að fá góða gesti. Einn þeirra gleymdi bakpoka…
Voða voða gaman í boðinu og fínt hjá húsráðendum, – kærar þakkir fyrir okkur sveitavargana:-)
Bakpokaeigandinn er fundinn.