Ort um Óttar Einarsson

Óttar EinarssonMorgunblaðið í gær:

Hagyrðingurinn Óttar Einarsson er fallinn frá og verður saknað á vísnaþingum. Björn Ingólfsson orti fallegar afhendingar er hann heyrði tíðindin:

Tímans megnar enginn á að ósi stemma,

Óttar genginn allt of snemma.

Þótt næsta hrygg við norpum hérna niðurdregin

mun húmor magnast hinum megin.

 

Ármann Þorgrímsson orti:

Fullkomið er frelsi hans

fjarri lífsins þrasi

stígur nú við dísir dans

og dreypir öls á glasi.

 

Óttar sá spaugilegu hliðina á tilverunni sem endranær er hann skrifaði á Leirinn í haust: »Maður gerist nú gamlaður og má segja að allt manns vit fari í að telja töflur og vigta skammta ofan í sig í þeirri veiku von að tóra a.m.k. daginn í dag – nú og hugsanlega daginn á morgun líka ef guð lofar.« Þessi staka hrökk »óvart« upp úr honum:

Tek ég lyf á lista skráð,

að lögum guðs og manna

og lifi fyrir líkn og náð

læknavísindanna.

 

Síðasta vísan sem Óttar sendi á Leirinn hljóðaði svo:

 

Er hún horfin þessi þrá,

þrá sem hlær og grætur?

Manni liggur ekkert á

allra síst á fætur!

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s