Móðurást

Akureyri, 27. ágúst 1870

Herra Gísli Brynjólfsson! Fyrirgefið dirfsku mína, að eg ávarpa yður með línum þessum., þar sem eg er yður persónulega aldeilis ókunnug. En af afspurn þekki eg yður sem góðan Íslending. Orsökin til þessa seðils er, að yður er af öðrum falinn á hendur Jón litli sonur minn, og þess vegna hrífur mig móðurástin til að senda yður nokkrar línur með honum. Hann er barn, tæpra þrettán ára gamall. Þess vegna bið ég yður svo vel gjöra að leiðbeina þessum munaðarleysingja í öllu þvi, sem yður finnst honum nauðsynlegt. Eins bið eg yður að koma á framfæri þremur innlögðum seðlum, sem honum tilheyra. Virðið á betri veg vankunnáttuna og öll lýti þessa seðils yðar ókunnugu en alls góðs unnandi

Sigríði Jónsdóttur

(Íslenzk sendibréf III, Konur skrifa bréf, bls. 315)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s