Star Trek Into Darkness

Image

Star Trek 2 Into darkness (JJ Abrahams) er mögnuð hasarmynd, hörkuspennandi strax frá upphafi. Nú reynir aldeilis á vináttu kafteins Kirk, sem beitir dómgreind sinni og innsæi á ögurstundum en lætur reglur Stjörnuflotans lönd og leið, og hálfvélmennisins Spock  sem  er kórréttur og löghlýðinn rökhugsuður. Saman eru þeir ósigrandi og tilbúnir til að fórna lífi sínu ef því er að skipta. Heill framtíðar og jarðarinnar er í húfi því hinn helfrosni Khan kemur til skjalanna svo það stefnir í styrjöld sem mun granda öllu lífi fyrir fullt og allt. Myndin er í þrívídd og brellur allar listilega gerðar, græjurnar flottar, búningarnir æðislegir, tónlistin dramatísk, vel leikin mynd, hröð atburðarás og stundum fyndin tilsvör, allt leggst á eitt til að gera magnaða  bíómynd.  Sumar senur er skrýtnar, t.d. birtist gamli Spock aftur en hann var líka í fyrri myndinni, og undurfögur ljóska spókar sig á nærfötunum eitt augnablik. Get varla beðið eftir næstu StarTrek því Klingónar eiga harma að hefna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s