Skólabrú

Borðaði á Skólabrú á föstudagskveldið. Huggulegur staður, þjónarnir gerðu sitt besta þótt ekki bæru þeir sig sérlega fagmannlega að og maturinn var ágætur. Fékk mér saltfisk sem bragðaðist mjög vel og ís í eftirrétt, þrjár ískúlur voru allar eins á  bragðið. Tveir borðfélagar fengu sér sjávarréttadisk með hrísgrjónum sem var miklu minni skammtur en saltfiskur og steinbítur með mangó. Fjögur stök rauðvínsglös eru ódýrari en ódýrasta flaskan á vínlistanum. Umhverfið er  notalegt en þegar leið á kvöldið fylltist staðurinn af þýskum ljósritunarvélasölumönnum sem höfðu hátt, borðuðu lambakjöt af tacky sverðgrilli. Maturinn á Skólabrú er of dýr miðað við gæði og þjónustu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s