Inga hélt lítið kaffiboð á sunnudaginn og prentaði sjálf út uppskriftir að þeim réttum sem hún vildi hafa. M.a. var sítrónukaka og brownies úr Gestgjafanum sem hvort tveggja bragðaðist mjög vel. Nú er hún sjálfráða og telst því til fullorðins fólks framvegis..Á myndinni eru þau feðgin í boðinu, glaðbeitt.
Falleg og góð feðgin!
Nú gerir hún ekkert lengur ósjálfrátt!
Hingað til hefur hún verið kúskuð og undirokuð og hvorki notið frelsis né sjálfstæðis.