Dagar í sögu þagnarinnar

Verðlaunabók 2011 og 2012

Verðlaunabók 2011 og 2012

Þetta er hæg og ljóðræn frásögn eftir norska skáldkonu, Merethe Lindström, þrungin leyndardómum og djúpum fjölskylduharmi. Gömul hjón þrauka í ellinni, minni mannsins hrakar með degi hverjum og konan rifjar upp gamla tíma, hugsar m.a. um barnið sem hún gaf ung frá sér. Þau eiga uppkomnar dætur sem vilja endilega fá konu til að létta undir með þeim við heimilishaldið, þau láta til leiðast og tengjast henni sterkum böndum en svo er húshjálpin skyndilega látin hætta. Dæturnar eru ósáttar við uppsögnina en fá ekki að vita ástæðuna, þögnin er eins og múr.Það hefur ekki verið mikið talað um líðan eða tilfinningar í þessari fjölskyldu. Ég vil ekki segja of mikið um efnið en hér er á ferð óvenjulegt sjónarhorn, m.a. á minni, þöggun og ekki síst á eftirköst heimstyrjaldarinnar síðari og áhrif þess hræðilega stríðs á almenna borgara, fjölskyldur þeirra og afkomendur. Orð í tíma töluð því enn eru þjóðarmorð og hernaðarbrölt daglegt brauð í veröldinni. Þýðingin er góð en prófarkarlestur slakur, villur stinga upp kolli hér og þar. Maður þarf að vera þolinmóður við lestur þessarar bókar en hún situr í manni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s