Úr Draumi um Ljósaland, 1943

Hvers vegna er konan svo viðkvæm fyrir sæmd mannins? Hvers vegna hefur hún frá örófi alda brýnt hann til dáða, jafnvel att honum útí hermdarverk, ef hún hefur álitið, að hugrekki hans og karlmannlegt atgervi yrði að öðrum kosti vefengt og orðstí hans hætta búin? er það ekki vegna þess, að heiður mannsins er um leið heiður hennar og líf – ódauðleiki hennar? Á öllum öldum hefur verið spurt, hvers móðir, hvers systir, hvers kona, hvers dóttir hún sé, við hlið mannsins hefur sagan skipað henni sess, sem einstaklings hefur hennar sjaldan verið getið. Og þótt hún hafi nú vaknað til skilnings á því, að hún geti ráðið yfir ævikjörum sínum, skapað sér nafn og sögu, lifir þó í blóði hennar þessi arfur frá hundruðum formæðra, þessi krafa um að maðurinn sé henni meiri, hann hafi ekki aðeins styrkari arm, heldur einnig sterkari vilja, heilli hug, hann sé athvarf hennar og upphefð, hann eigi að vera tákn þess, sem bezt er á hverjum tíma. – – –

Þórunn Elfa Magnúsdóttir 1943

Draumur um Ljósaland II, bls 305

Image

Þórunn Elfa (1910-1995)

Mynd úr safni Morgunblaðsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s