Síðasti dagur í litla indjánaþorpinu San Marcos, í bili. Þrjár vikur flugu svo hratt. Dvölin hér í Guatemala hefur verið ævintýri frá upphafi til enda. Ég hef kynnst svo mörgu framandi og spennandi, hitt fullt af áhugaverðu og glöðu fólki og lært svo margt. M.a. fékk ég kakó hjá gúrúnum Keith Wilson, kynntist geimverum hjá Dante hinum hláturmilda, fékk nudd og Ayurvedakynningu hjá Mariell sem er læknir og ljósberi, lærði um Love Center hjá Dennisson (76) sem er léttklikkaður og síðast en ekki síst fór ég í 3ja klst dáleiðslu hjá vinkonu minni, Tamilu, þar sem fornar syndir voru hreinsaðar út til að skapa pláss fyrir nýja strauma. Ekkert verður eins og áður. Töfrar þessa staðar eru margslungnir og duna í blóðinu þangað til næst.
Hér má sjá brot af myndum. Nánar á Instagram, steinunninga, #guatemalaferðin
Magnað!