Hamingjusöm börn

Í viðtali við Stundina árið 2018 lét Guðrún Helgadóttir rithöfundur þessi vísdómsorð falla um börn og barnauppeldi:

Varðandi barnauppeldi sagðist Guðrún hafa eitt ráð til fólks og það hafi hún kennt sínum börnum og barnabörnum „Það er að vera góð við þau. Ég kann enga uppeldisaðferð betri. Það getur verið dálítill vandi á köflum en fyrst af öllu verður barn að finna að það er elskað. Það skiptir bara akkúrat öllu máli,“ sagði Guðrún og bætti við að ein leið til að vera góð við börn sé að lesa fyrir þau. „Ég er sannfærð um það að barn verði ekki hamingjusamara í annan tíma en þegar það situr á volgu læri mömmu og pabba, ömmu, afa eða systkina, hlustar á sögu og skoðar kannski í leiðinni myndirnar. Það eru virkilega sælustundir fyrir alla,“ sagði Guðrún.

Þá sagðist hún vonast til þess að bækur hennar hafi og muni áfram hjálpa börnum við að opna augun og sjá lífið í kringum sig. „Við fullorðna fólkið eigum að kenna börnum að horfa á blómin, fjöllin, landið. Það gefur mikla hamingju að læra það. Öll fegurð gefur manni hamingju. Það þarf líka að opna huga þeirra fyrir umhverfinu, að kenna þeim til dæmis að hirða um hvernig félaganum líður. Þeir Jón Oddur og Jón Bjarni komust að því einhvers staðar í bókinni að það borgaði sig að vera góður. Ef börn eru opin fyrir lífinu, landinu, tungumálinu, þá held ég að þau verði afskaplega hamingjusöm.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s