Veislupasta Buddos 25

Í uppskriftinni er bæði slumpað og sleppt.

Pasta soðið og kælt og sett í stóra grunna (iitalla)skál, góðri olíu hellt sparlega yfir, saltað og piprað. (Kjúllabringur (má sleppa) steiktar og kryddaðar og kældar og skornar í bita og sett í skálina). Ruccola / klettasalati stráð yfir. Kjúklingabaunir ristaðar í airfryer eða ofni í ca 10-20 mín, vökvanum hellt af og olíu og rósmarín stráð yfir. Sett í skálina þegar þær eru stökkar að utan og mjúkar að innan. Olía og pestó hrært saman og hellt yfir grænmetisblöndu: kokteiltómatar, avocado, paprika, agúrka, rauðlaukur, ólífur svartar og grænar. Fetasalatostakubbur og sólþurrkaðir tómatar: skorið í bita. Hrært í og hellt yfir pasta (og kjúlla). Cesar salat dressing hellt yfir. Trönuberjum, pekanhnetum og pistasíuhnetum stráð yfir, góðri jómfrúarolíu hellt yfir og parmesan rifinn yfir. Kryddað með salti og pipar og heitu pizzu/pastakryddi frá Pottagöldrum. Brauðteningar (croutons) ef vill. Nokkrar mjóar gusur af balsamediki á toppinn gera gæfumuninn. Það má sleppa ýmsu af því sem hér er upptalið og nota það sem til er í ísskápnum. Kalt hvítvín með og hvítlauksbrauð.

Veisla á Selá, 4. okt 2025

2 athugasemdir

Skildu eftir svar við Nafnlaust Hætta við svar