Tónlist

Slagarar sem kveikja í gömlu

Taktu í hönd Jesúsar

Alltaf haldið upp á þetta lag. Í vídeóinu er allt í frjálsu falli en lagið jafngott fyrir því.

Ann Murray tók það líka, hún er með svo traustvekjandi, dimma og sexí rödd:

Fleiri hafa tekið þetta lag, s.s. Nana Mouskori, Joan Baez og Elvis Presley. Það er soldið stuð í þessu.

Trúbador í morgunsárið

Sumarfrí, tebolli og rúv. Hengi út þvott og glugga í bók. Heyrði þá þennan dásamlega tónlistarþátt í morgun,   Blik: http://www.ruv.is/sarpurinn/blik/16072014-0 en þar voru kunnugleg lög leikin í nýjum búningi. Lagið á ca 27 mín hitti mig beint í hjartastað. Það er danski trúbadorinn Povl Dissing sem syngur Det var en lördag aften við nýjan takt og texta. Ég fyllist af orku og sumargleði.

Tímarnir líða og breytast

Þessi frábæri Dylanslagari hitti mig í hjartastað þegar ég var krakki 1973. Hlustaði gat á þessa plötu heima í Víðilundi á Akureyri, þeim fagra bæ. Og þetta hér er ekki síðra.

Lítið eitt