Sumarfrí, tebolli og rúv. Hengi út þvott og glugga í bók. Heyrði þá þennan dásamlega tónlistarþátt í morgun, Blik: http://www.ruv.is/sarpurinn/blik/16072014-0 en þar voru kunnugleg lög leikin í nýjum búningi. Lagið á ca 27 mín hitti mig beint í hjartastað. Það er danski trúbadorinn Povl Dissing sem syngur Det var en lördag aften við nýjan takt og texta. Ég fyllist af orku og sumargleði.
Æ nú er þetta ekki lengur á sarpinum. Og ekki til á youtube.