Ég hangi heima með flensu. Tókst samt að baka skúffuköku sem var akkúrat tilbúin þegar Inga kom heim úr skólanum:
2 egg (úr frjálsum hænum)
3 dl sykur (þar af ca hálfur dl púðursykur ef vill)
1-2 dl mjólk
4 og hálfur dl hveiti (má blanda með fínmöluðu spelti)
3 vænar tsk vínsteinslyftiduft
150 gr brætt og kælt smjör
2 tsk vanilludropar
3-4 msk kakó (t.d. Rapunzel lífrænt kakó)
smá sjávarsalt
Egg og sykur þeytt saman í hrærivélinni, þurrefnum blandað saman í skál. Þurrefnum, mjólk og bræddu smjöri hellt í hrærivélarskálina til skiptis. Bakað í lítilli skúffu í 20-30 mín við 220°C. Betty Crocker rich and creamy chocolate fudge-krem ofan á og ísköld mjólk með.

Elska þessa hrærivél!