borgarfundur

Vafstur og hjóm

Það er að bera í bakkafullan lækinn að væla um þennan borgarafund í gær. Ég get samt ekki orða bundist yfir því hvað stjórnmálamenn sögðu  lítið af viti, klisjurnar, mælskutrixin og undanbrögðin með ólíkindum. Og tuggan um kosningar núna, ég er ekki að kaupa hana. Allt verður þetta þó hjóm hjá því að sautján ára piltur, nemandi í MK, féll fyrir eigin hendi í gær.