Dustin Hoffman

Casting by

Midnight Cowboy (1969) er eftirminnleg bíómynd. Hún hefur elst ágætlega og er með 8,9 á Rotten Tomatoes sem telst nokkuð gott. Í þessari grátbroslegu og dramatísku bíómynd stigu sín fyrstu spor sem alvöruleikarar þeir Dustin Hoffmann og Jon Voight, sem er svo ekki verður um villst faðir Angelinu Jolie. Áhugaverð heimildamynd var sýnd í gær á Rúv um Marion Dougherty (d. 2011) sem var „casting director“ í Hollywood í tæpa hálfa öld og valdi einmitt þessa tvo snilldarleikara í myndina og kom síðan m.a. Travolta, Jeff Bridges, Robert Redford, Glenn Close, Danny Clover o.m.fl. á kortið. Áður var nefnilega valið í hlutverk í bíómyndum af miklum metnaði og sálfræðilegu innsæi en ekki bara eftir frægð, fögru útliti og gróðasjónarmiðum.

sjff_01_img0322