Grímsey

Annáll 19. aldar

Ennfremur dóu:

25. s.m. (apríl  1858) Dómhildur Þorsteindóttir, kona Ólafs Gunnlaugssonar Briem, timburmanns á Grund í Eyjafirði, 40 ára, þau voru í hjónabandi í tæp 20 ár og andaðist hún að nýlega afstöðnum burði þeirra 15. barns.

Slysfarir og skaðar

Í september (1858) hengdi sig Guðmundur Sveinsson bóndi í Kumlavík á Langanesi, hann hafði lengi verið geðveikur, er hófst í fyrstu við það að drengur er hann átti, á 11. ári, féll í mylnulæk og kramdist til dauða af snúningi vatnsspjaldanna.

Annáll 19. aldar, III.bindi. 1857-1869.  Safnað hefur síra Pjetur Guðmundsson frá Grímsey.