Ingveldur Einarsdóttir frá Selkoti

Það eru stolnar stundir…

Ingveldur Einarsdóttir frá Selkoti sem orti eftirfarandi ljóð vann alla ævi sína sem vinnukona. Hún var heppin með húsbændur því hún vann m.a. hjá menntuðu og vel stæðu fólki í Reykjavík sem var henni gott og kunni að meta gáfur hennar og dugnað. En ljóðið lýsir kjörum hennar og ótal fleiri skáldkvenna nöturlega vel.

„Fylgja“ er fátækt heitir

flestu illu spáir.

„Ekki af því veitir

aura þó þú fáir.“

Frjálsar finnast mundir

fárra slíkra kvenna.

Það eru stolnar stundir

stingi ég niður penna.

Skyldan kallar, kallar:

„Kepptu við að prjóna;

árdagsstundir allar

áttu húsi að þjóna“

– flækir fjötra að mundum

flestra vinnukvenna. –

En á stolnum stundum

stakk ég niður penna.