söguleg skáldsaga

Siðbót og saggaþefur

Skáldsagan Byltingarbörn gerist á Íslandi um siðaskiptin og byggir á sögulegum heimildum eins og Bjöms Th. er von og vísa. Ögmundur biskup situr i Skálholti, háaldraður, farinn að heilsu og blindur. Undir hans vemdarvæng eru m.a. Gizur Einarsson biskupsefni, meistari Oddur Gottskálksson, þýðandi Nýja testamentisins, og systir hans, Guðrún biskupsdóttir frá Hólum. Þeir Gizur og Oddur hafa heillast af lúterskum sið sem Danakóngur hefur fyrirskipað og vinna að framgangi hans í leyni.

Flestar persónur sögunnar eiga sér stoð i raunveruleika fyrri tíðar. Myndin af meistara Oddi er skýr og nýstárleg, efasemdir hans um trúna og afleiðingar trúboðsins eru sannfærandi en hann er alltofsnemma úr sögunni. Gizur biskup efast ekki um að hann sé að gera rétt; að boða hið hreina orð án reykelsis, skúrgoða, ave og credo, en barátta hans skilar honum aðeins óhamingju enda spuming hversu góöur málstaðurinn er. Guðrún Gottskálksdóttir er sömuleiðis harmræn: stolt kona sem fórnar ástinni og hamingjunni til að friðþægja fyrir syndir sínar.

Ýmsar brotalamir eru þó í persónusköpuninni, við sumar aukapersónur er mikið nostrað (t.d. Þorkel úr Selvogi) meðan aðalpersónur standa í skugganum. Undarlegur er hinn sannsögulegi síra Eysteinn Þórðarson staöarráðsmaður sem bamar Guðrúnu, unnustu Gizurar. Framan af er Eysteinn skrípalegur með rauðan kýl sem á að undirstrika karlmennsku hans, svo gerist hann vígamaður, elskhugi og loks fómarlamb grimmdarlegs ofbeldis. Þegar Guðrún stendur upp frá samförum þeirra Eysteins segir: „Volg og ókennileg kvoða rann niður um innanverð lærin…“ (94). Klisjulegt orðalag og spyrja má hvers vegna þetta er henni svo framandi þar sem hún hefur áður sængað hjá Gizuri. Þá kemur fram sú fráleita og karllæga hugmynd að kona sé ekki heil, frjáls og sjálfri sér ráðandi fyrr en hún hefur kennt karlmanns (67).

Sjómarhomið er ýmist hjá Eysteini, Oddi eða Guðrúnu en lengst af er Gizur í sviðsljósinu. Oft er erfitt að henda reiður á brotakenndum söguþræði og illskiljanlegt er t.d. að Guðrún skuli þýðast Eystein eins og honum er lýst og að meinlætamaðurinn Gizur láti undan ásókn hofróðunnar Katrínar. Mikið er um vel gerð, löng og leikræn samtöl og þar lifnar sagan, persónumar stíga fram á svið og mæla á gullaldaríslensku Björns.

Ástin á sagnfræðinni á það til að skyggja á skáldskapinn í sögunni, t.d. þegar sögumaður talar um hversu skemmtilegar heimildir minnisgreinar Gizurar frá ferðalögum hans erlendis séu (137-8). Á sama stað má lesa orð sem e.t.v. hafa verið leiðarhnoða Björns sjálfs á rithöfundarferlinum: að lesa rétt úr því smáa, í ljósi þess stærra… (138). Það gerir hann t.d. í frásögn af því sem fólk leggur á sig til að komast að skríni Þorláks helga í Skálholti og varpar skýru ljósi á að siðaskiptin tengjast valdagræðgi og offorsi andlegra og veraldlegra ráðamanna fyrst og fremst en hafa minnst með sannfæringu almúgamanna að gera.

Í Byltingarbörnum er gefin raunsæisleg samfélagsmynd sextándu aldar. Á biskupssetrinu vaða menn forina í dimmum bæjargöngunum með saggaþef í nösum. Lýst er áhrifum siðbótarinnar á lærða og leika um leið og örlaga- og ástarsaga raunverulegs fólks er rakin. Efnið er erfitt viðureignar, sagan brokkgeng og langt frá því að vera með því besta frá hendi höfundar. Björn heldur sig á fornum slóðum og er fyrir löngu orðinn ráðsettur yfirmaður í sögulegu skáldsagnadeidinni. En hann er enginn byltingarbjörn. Og bókarkápan er hörmung.

Birt í DV 19.11.2000, hér örlitið breytt