Það var nú næs að vera á Akureyri, þeim fagra bæ. Verst hvað tíminn flaug hratt, ég hitti t.d. Nínu í hálftíma, Ester í korter og Dreng í 5 mín. svo ég nefni mína dyggustu blogg-áhangendur. Skrapp aðeins til ömmu sem er svo falleg og góð og eldhress á tíræðisaldri en það er jákvæð og gleðirík skapgerð hennar sem heldur henni ungri og frískri. Ætla að taka hana mér til fyrirmyndar í lífinu og kífinu.
Ferðalagið gekk vel þrátt fyrir að ég sé bæði nærsýn og náttblind og ökuskírteinið mitt löngu útrunnið… Og gott var að koma heim, náði Dagvaktinni alveg mátulega.
Komust „hansa“ heilar á leiðarenda?
Knúsi
Þetta voru einhverjar bestu 5 mínútur lífs míns
Hansa komnar i bílskúr og nú verður spennandi að fylgjast með því hvenær þær fara upp á vegg. Það verður tilkynnt um það hér á þessari síðu og birtar myndir til sannindamerkis.